,

Uppsetning á Nutrison sondunæringu

 1. Þvoið hendur fyrir uppsetningu og vinnið við hreint borð.
 2. Veltið rólega innihaldinu í sondupokanum áður en hann er tengdur við næringarsettið. 
 3. Pokinn má hvort heldur liggja á borði eða hanga uppi þegar næringarsettið er tengt við hann.
 4. Takið tappann af sondunæringarpokanum. Snertið ekki álþynnuna.
 5. Opnið pokann með næringarsettinu.
 6. Skrúfið næringarsettið á pokann og herðið vel. 
 7. Hengið pokann upp.
 8. Þrýstið dropahylkinu upp þannig að næringarsettsendinn fari í gegnum álþynnuna og að innihaldinu. Ef slöngusettið er ekki með dropahylki má hlaupa yfir þennan lið.
 9. Fyllið dropahylkið að 1/3 (í mesta lagi).
 10. Tengið næringarsettið við dælu, kveikið á dælunni og ýtið á “FILL SET” í 2 sekúndur.   Dælan sér um að fylla næringarsettið  af sondunæringu. Ýta má aftur á “FILL SET” þegar næringarsettið er orðið fullt en það er ekki nauðsynlegt.
 11. Tengið slöngusettið við næringarsonduna.
 12. Geymið tappann af næringarsettinu í hreinu lokuðu íláti.
 13. Áður en sondugjöf hefst skal sprauta a.m.k. 20 ml af vatni um kranann á næringarsettinu eða beint í sonduna. Minna magn þarf fyrir ungabörn.Aftenging og tenging á næringarsetti og sondu
Þvoið hendur. Sprautið a.m.k. 20ml af vatni í sonduna fyrir og eftir sondugjöf.  Hægt er að sprauta beint í sonduna eða þá í gegnum kranann á slöngusettinu.  Geymið tappann af næringarsettinu á góðum stað þegar sondugjöf lýkur.


Skipt um poka
Þvoið hendur.  Takið fram pokann og veltið honum rólega.  Takið tappann af og snertið ekki álþynnuna.  Aftengið tóma pokann frá slöngusettinu og skrúfið hylkinu það á nýja pokann. Þrýstið hylkinu upp og fer þá slöngusettsendinn gegnum álþynnuna og að innihaldinu. Ath. Skipta þarf um næringarsett á 24 tíma fresti.  


Lyfjagjöf
Leysið lyfin vel upp.  Lokið fyrir rennslið á næringunni.  Gefið lyfin með sprautu í gegnum kranann á næringarsettinu eða beint í sonduna ef sondugjöf er lokið.  Skolið sonduna bæði fyrir og eftir lyfjagjöf.


Viðbótar vökvagjöf
Ef gefa þarf vatn til viðbótar næringu, gefið það þá með sprautu um kranann á næringarsettinu eða í næringarsonduna ef sondugjöf er lokið.


Meðan á sondugjöf stendur er gott að koma sér vel fyrir, hafa  45°halla á höfðalagi ef legið er í rúmi  og liggja þannig í 30 mínútur eftir sondugjöf til að fyrirbyggja uppköst.


Munnhirða
Góð munnhirða er alltaf mikilvæg til að fyrirbyggja sýkingu, sérstaklega þegar einstaklingur borðar ekkert um munn.  Gott er að bera varasalva á varir.


Geymsla á sondunæringu og fylgihlutum:

 • Geymið sondunæringuna á svölum, hreinum og þurrum stað (5°-25°).
 • Varist að hafa sondunæringuna nálægt ofni eða þar sem sól skín á hana.
 • Gætið hreinlætis.

 

Athugið
Næringarsett og sondunæring má hanga við stofuhita í 24 klst., ef unnið er samkvæmt þessum reglum.  Skolið sprautur vandlega í heitu rennandi vatni eftir notkun og geymið í hulstrinu eða í nýrnabakka milli notkunar.  Ef magainnihaldi er sogað upp í sprautuna hendið þá sprautunni eftir notkun.
Ef endi á magaslöngu mengast skolið hann þá með vatni eða spritti.
Skiptið alltaf um næringarsett og sprautu eftir einn sólarhring.
Ef einstaklingur er með verulega bælt ónæmiskerfi skiptið þá um sprautu 2-4 sinnum á sólarhring og notið sæft vatn til að skola magaslönguna.


Munið handþvott fyrir alla meðhöndlun