,

Næringardrykkir

Í veikindum er sérstaklega mikilvægt að nærast. Gott næringarástand hjálpar til við að halda líkamsstyrk og orku en þættir eins og ógleði, þreyta, verkir og áhyggjur geta haft þær afleiðingar að matarlyst og löngun til að borða minnkar. Í þessum aðstæðum geta næringardrykkir verið góður kostur.

Næringardrykkir innihalda mikið magn af orku og próteinum, auk þess að innihalda lífsnauðsynleg næringarefni eins og vítamín og steinefni. Út frá þörfum hvers og eins er hægt að velja á milli tveggja gerða af næringardrykkjum: fullgildir næringardrykkir sem innihalda öll þau næringarefni sem líkaminn þarfnast og þar með hægt að nota sem einu næringu (eða sem viðbót) og svo viðbótar næringardrykkir, sem eru notaðir sem viðbót við almennt mataræði.


Nutridrink næringardrykki má flokka í þrennt:

1. Orkuríkir næringardrykkir með hátt magn af orku/hitaeiningum.

2. Orkuríkir næringardrykkir með trefjum. Trefjar hafa jákvæð áhrif á meltinguna.

3. Próteinríkir næringardrykkir, innihalda meira prótein. Prótein hjálpar til við að viðhalda og auka vöðvamassa.

Allar þrjár gerðirnar fást bæði sem Nutridrink 200ml og Nutridrink Compact 125ml en innihalda sama magn af orku/hitaeiningum og próteinum. Nutridrink Compact er auðvelt að drekka, mun minna magn að innbyrða sem hefur verið sýnt fram á að eykur meðferðarheldni einstaklinga.

Magn og bragð eru þeir þættir sem hafa hvað mesta þýðingu fyrir hversu mikla lyst eða löngun einstaklingurinn hefur til að nærast. Því hefur Nutricia lagt sérstaka áherslu á að næringardrykkir innihaldi sem mesta orku og prótein í hverjum sopa og samhliða bætt bragð og aukið úrval bragðtegunda.

 

Almennt um Nutridrink           

Flestir kjósa að drekka Nutridrink næringardrykkina kalda en einnig er hægt að hita þá (mega ekki sjóða) eða frysta og borða sem ís.

Nutridrink næringardrykki skal geyma við 5-25°C, eftir að umbúðir hafa verið rofnar geymist drykkurinn í 24 klst. í kæli.