,

Um Nutricia

Nutricia er leiðandi fyrirtæki í framleiðslu á klínískri næringu um slöngu, næringardrykkjum, næringardælum, næringarsettum og fylgihlutum. Það er eina fyrirtækið í heiminum sem sérhæfir sig eingöngu í klínískri næringu. Nutricia er með starfstöðvar í 34 löndum og selur næringu til 74 landa í heiminum.

 

Í Hollandi og Frakklandi eru rannsóknasetur þar sem starfa um 200 vísindamenn. Mikil vinna er lögð í framþróun og þess gætt að vörurnar fylgi klínískum leiðbeiningum. Nutricia gerir reglulega mat á umhverfisþáttum hvað varðar framleiðslu á vörum fyrirtækisins og pakkningum.  Markmið þeirra er að nota einungis græna orku þannig að framleiðsla þeirra verði enn vistvænni. Ytri umbúðir, þ.e. pakkningar utan um sondunæringu og næringardrykki, eru endurnýtanlegar og er markmið Nutricia að hafa allar pakkningar 100% endurnýtanlegar í náinni framtíð. Næringardrykkjaflöskur eru endurvinnanlegar og fæst skilagjald fyrir þær.

Hægt er að nálgast nánari upplýsingar á heimasíðum Nutricia:

www.nutricia.dk
www.nutricia.com
www.nutilis.com
www.nutriciaflocare.com

 

Hér má finna fyrirlestra frá ýmsum ráðstefnum tengdum Nutricia: 

www.nutriciacongresses.com